Anthony Karl og Sigrún María eru klúbbmeistarar 2020

Meistaramót Dalbúa fór fram laugardaginn 11. júlí og eru Anthony Karl Flores og Sigrún María Ingimundardóttir klúbbmeistarar 2020. Leikinn var höggleikur með og án forgjafar.

Úrslit í höggleik án forgjafar var þannig að Antony Karl Flores var í 1. sæti hjá körlum á 82 höggum og Sigrún María Ingmundardóttir í 1. sæti hjá konum á 91 höggum. Í 2. sæti í höggleik voru svo Böðvar Þórisson og Petrína Freyja Sigurðardóttir, og í 3. sæti urðu svo Jón Hilmarsson og Heiðrún Hauksdóttir. Í höggleik með forgjöf voru Þorvaldur Ingimundarson og Petrína Freyja Sigurðardóttir í 1. sæti, í 2. sæti urðu svo Antony Karl Flores og Sigrún María Ingimundardóttir og í 3. sæti enduðu svo Böðvar Þórisson og Anna Svandís Helgadóttir. Lengsta upphafshögg á 3/12 braut hjá körlum var svo hjá Ragnari Þórissyni og hjá konum var það Sigrún María Ingimundardóttir.
Að lokum þá var Sævar Magnússon með upphafshögg næst holu á 8/17 holu og Jón Hilmarsson var svo næstur holu á 5/14.

Stjórn og mótanefnd GD óskar öllum vinningshöfum til hamingju með góðan árangur og þakkar öllum þeim sem tóku þátt og minnir á kvennamótið sem fram fer næsta laugardag.