Leiðrétting eftir meistaramót Dalbúa

Þau leiðu mistök voru gerð þegar tekin voru saman úrslit í höggleik á meistaramóti Dalbúa að rangt var lesið út úr niðurstöðu sem tekin var út á golfbox.

Hið rétta er að hjá konunum var í öðru sæti Petrína Freyja Sigurðardóttir en ekki Anna Svandís Helgadóttir. Búið er að tilkynna þessum góðu félögum um þetta og ganga allir sáttir frá boði og hefur þetta verið leiðrétt í tilkynningu eftir mótið.

Mótanefnd biður þær Petru og Önnu og félaga í GD innilega afsökunar á þessum mistökum.