Vinnudagur 6. október 2018

Ágætu Dalbúar,
Síðasti vinnudagur ársins verður á morgun 6. október kl. 11.
Léttar veitingar verða í boði fyrir vinnufólk.

Nú er framundan að búa völlinn undir veturinn, t.d. með því að loka flötum og teigum, gata allar flatir og teiga, taka saman lausamuni o.s.frv. Völlurinn verður í vetur lokaður fyrir almenna umferð, en félagsmenn geta leikið hann í samræmi við reglur um vetrargolf þegar færi gefst, og til að gera það mögulegt verða búnar til einfaldar vetrarflatir.

Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna í Miðdal og taka þátt í léttum verkum, auk þess að einfaldlega að hittast og fá sér síðast kaffisopa sumarsins í skálanum áður en honum verður lokað.

Stjórnin