Opna Laugarvatn Fontana mótið 2018

Þá er komið að einu skemmtilegasta móti sumarsins í samstarfi við einn af styrktaraðilum Golfklúbbsins Dalbúa, Laugarvatn Fontana.

Mótið hefst kl. 10:00 stundvíslega þann 14.7.2018 og verður ræst út á öllum brautum og eru keppendur beðnir um að skrá sig á netinu og mæta tímanlega á keppnisdegi. Nánari upplýsingar á golf.is eða í golfskála Dalbúa í Miðdal.

Veglegir vinningar verða veittir fyrir fyrstu þrjú sætin bæði í karla- og kvennaflokki í boði Laugarvatn Fontana, auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir lengsta upphafshögg karla og kvenna á 3. braut og næst holu á par 3 brautum vallarins.

Verðlaun í karla- og kvennaflokkum:
1. verðlaun: Fjölskyldukort í Laugarvatn Fontana, gildir í eitt ár fyrir tvo fullorðna og fjögur börn.

2. verðlaun: Einstaklingskort í Laugarvatn Fontana, gildir í eitt ár.

3. verðlaun: 6 miða kort í Laugarvatn Fontana.