Bjóddu golfsystur í heimsókn

Við viljum endilega fjölga konum í golfíþróttinni. Því hvetjum við þig til að bjóða góðri konu í heimsókn í klúbbinn okkar næstkomandi sunnudag, 15. júlí á milli 13:00–15:00.

Þú ert gestgjafinn og getur sýnt þinni #golfsystur aðstöðuna hjá okkur og boðið henni upp á kaffi. Golfsystir er einhver sú kona sem þig dreymir um að kynnist dásemdum golfíþróttarinnar. Golfsystir er á hvaða aldri sem er, eiginkona, dóttir, systir, vinkona, frænka osfrv., einfaldlega sú sem þú vilt bjóða í heimsókn í golfklúbbinn þinn á sunnudaginn.

Sjáumst!