Undirbúningur fyrir lokun vallar

Haustið er að nálgast og þá styttist í það að við lokum vellinum okkar í Miðdalnum.  Á morgun miðvikudag verða grínin götuð og á laugardag reiknum við svo með því að við lokum vellinum fyrir aðra en félagsmenn.

Lokamót – Bændaglíma

Við breytum til í ár og blásum til skemmtilegrar bændaglímu. Spilaðar verða 18 holur og tveggja manna Texas Scramble. Grillveisla, verðlaunaafhending og gleði í lokin. Grillveislan er innifalin í mótsgjaldinu.

Mæting kl. 11: oo og ræst út á öllum teigum kl. 12:00.

Skráning og frekari upplýsingar er að finna hér. GolfBox Tournament

„Mulligan á fyrstu“ sigraði styrktarmót Dalbúa

Styrktarmót Dalbúa og DANCO fór fram laugardaginn 9. september í frábæru veðri.  26 lið eða 52 kylfingar voru skráðir í mótið en allur ágóði af mótinu rennur til uppbyggingar á vellinum í Miðdal og til að styrkja starfsemi klúbbsins okkar.  Leikjaform mótsins var Texas Scramble.

Skemmtilegt er að segja frá því að þrír ættliðir spiluðu saman í holli í mótinu en og aftur en það eru þeir Sæmundur Árnason, Oddgeir Sæmundsson, Sindri Snær Oddgeirsson og fylgdi Ragnar Þórisson svo með þeim til þess að fylla hollið.  Vegna fjölda í mótinu þá þurfið að ræsa tvöfallt á fjórum brautum en það rann ágætlega í gegn.

Úrslitið voru spennandi og sem hér segir:  (það munaði aðeins 0,2 punktum á þriðja, fjórða og fimmta sætinu)

1. sæti.  „Mulligan á fyrstu“ (Bragi Dór Hafsteinsson/Sigurður Orri Hafþórsson) – 49,4 punktar

2. sæti.  „Klín&Empty“ (Hreinn Þorkelsson/Auður Róseyjardóttir) – 42,4 punktar

3. sæti.  „Eyberg“ (Oddgeir Sæmundur Sæmundsson/Sindri Snær Oddgeirsson) – 40,2 punktar

Upphafshögg næst holu á 5/14 braut – Bragi Dór Hafsteinsson

Upphafshögg næst holu á 8/17 braut – Oddgeir Sæmundur Sæmundsson

Lengsta upphafshögg kvenna á 3/12 braut – Helga Kristín Sæbjörnsdóttir

Lengsta upphafshögg karla á 3/12 braut – Sindri Snær Oddgeirsson

Í lokin var svo dregið úr nöfnum þeirra sem ekki höfðu unnið til verðlauna um veglega vinninga.

Mótenefnd og stjórn GD þakkar öllum fyrir þátttökuna og óskar verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn. Maríu Sigríði Daníelsdóttur, Sigurði Jónssyni og DANCO færum við bestu þakkir fyrir glæsileg og fjölmörgum verðlaun og útdráttarverðlaun og stuðning við klúbbinn okkar.

Hér fylgja með nokkrar myndir frá mótinu. 

                    

DANCO styrktarmót Dalbúa verður 9. september – taka 2.

Ágætu kylfingar

Þá er komið að styrktarmóti golfklúbbsins Dalbúa og DANCO heildverslunar en það verður laugardaginn 9. september en við frestuðum um eina viku vegna veðurs.

Um er að ræða 18 holu Texas scramble mót og er fólk beðið um að skrá sig sem lið og gefa þannig upp með hverjum þau vilja helst spila í holli.

Við lofum góðri skemmtun og félagsskap.  Þetta verður geggjað.

Skráning og frekari upplýsingar er að finna hérna. GolfBox Tournament

Helga Daníelsdóttir og Þorvaldur Ingimundarson sigruðu Fontana golfmótið

Opna Laugarvatns Fontana mótið fór fram laugardaginn 19. ágúst í blíðskapar veðri. Mótið var nokkuð fjölmennt þrátt fyrir menningarnótt í bænum og var ræst upp af öllum teigum og rúmlega það. 

Mótið er haldið í samstarfi við einn af aðal samstarfsaðilum Dalbúa, Laugarvatn Fontana.

Keppt var í punktakeppni karla og kvenna þar sem karlar voru með hámarksforgjöf 28 og konur 36.

Veglegir vinningar voru veittir fyrir fyrstu þrjú sætin bæði í karla- og kvennaflokki í boði Laugarvatn Fontana, auk þess sem veitt voru verðlaun fyrir lengsta upphafshögg karla og kvenna á 3. braut og fyrir að vera næst holu í upphafshöggi á 5/14 og 8/17 holum.  Einnig var dregið úr skorkortum þeirra sem höfðu ekki unnið til verðlauna.

Þökkum öllum sem tóku þátt í mótinu  fyrir frábæran dag og óskum öllum vinningshöfum til hamingju.

Sérstakar þakkir til Laugarvatn Fontana

Úrslit konur:
1.sæti – Helga Daníelsdóttir 35 punktar
2.sæti – Þorgerður Hafsteinsdóttir 31 punktar
3.sæti – Bryndís Scheving 29 punktrar

Úrslit karlar: (golfbox skar úr um sætaröðina hér)
1.sæti – Þorvaldur Ingimundarson 36 punktar
2.sæti – Björn Þorfinnsson 36 punktar
3.sæti – Þórður Heiðar Jónsson 36 punktar

Lengsta högg kvenna á 3/12 braut Elísabet K. Benónýsdóttir

Lengsta högg karla á 3/12 braut Björn Þorfinnsson

Næst holu á 5/14 braut Sindri Oddgeirsson

Næst holu á 8/17 Sindri Snær Oddgeirsson

Hér fylgja með nokkrar myndir.

Danco styrktarmót Dalbúa verður laugardaginn 2. september

Ágætu kylfingar

Þá er komið að styrktarmóti golfklúbbsins Dalbúa og DANCO heildverslunar en það verður laugardaginn 2. september.

Um er að ræða 18 holu Texas scramble mót og er fólk beðið um að skrá sig sem lið og gefa þannig upp með hverjum þau vilja helst spila í holli.

Við lofum góðri skemmtun og félagsskap.  Þetta verður geggjað.

Skráning og frekari upplýsingar er að finna hérna. GolfBox Tournament

Góð golfkennsla 11. og 12. ágúst.

Örn Ólafsson golfkennari var með tveggja daga opið námskeið fyrir okkur á Dalbúa síðasta föstudag og laugardag.  Í heildina þá mættu tæplega 30 aðilar á öllum aldri til okkar.  Farið var yfir pútt, járnin, stutta spilið og vipp á námskeiðinu.  Við munum örugglega endurtaka þetta síðar.

Takk kærlega fyrir komuna gott fólk.

Fontana golfmót Dalbúa fer fram laugardaginn 19. ágúst

Fontana golfmótið, sem er eitt af skemmtilegasta golfmótunum okkar, verður laugardaginn 19. ágúst.

Ræst er á öllum teigum kl. 10:00. Um er að ræða 18 holu punktamót þannig að allir eiga jafna möguleika á að vinna til fjölmargra vinninga sem Fontana, einn af styrktaraðilum Dalbúa, er með á boðstólnum. Einnig verður dregið úr skorkortum.

Gaman væri að sjá ykkur sem flest.

Skráning og frekari upplýsingar eru á golfbox: GolfBox Tournament