Kristal heilsumót Dalbúa mótið fór fram laugardaginn 10. júní. Þetta var fyrsta mót sumarsins og í fyrsta skiptið þar sem keppendur skráðu sjálfir inn skor í gegnum Golfbox og mæltist það vel fyrir. Hitastigið hefði mátt vera hærra og lognið meira en sólin og keppnisskapið hélt á okkur hita.
Mótið var haldið í samstarfi við Ölgerðina sem er einn af samstarfsaðilum okkar.
Keppt var í punktakeppni karla og kvenna þar sem hámarksforgjöf var 28 fyrir karla og 36 fyrir konur.
Veglegir vinningar voru veittir fyrir fyrstu þrjú sætin bæði í karla- og kvennaflokki í boði Ölgerðarinnar, auk þess sem veitt voru verðlaun fyrir lengsta upphafshögg karla og kvenna á 3. braut og fyrir að vera næst holu í upphafshöggi á 5/14 og 8/17 holum. Einnig var dregið úr skorkortum þeirra sem höfðu ekki unnið til verðlauna.
Þökkum öllum sem tóku þátt í mótinu fyrir frábæran dag og óskum öllum vinningshöfum til hamingju. Sérstakar þakkir skilum við til Ölgerðarinnar fyrir þeirra framlag.
Á morgun, föstudaginn 2. júní opnum við völlinn okkar fyrir félagsmenn og vini þeirra og biðjum við ykkur um það að ganga vel um völlinn og huga að því að enn er bleyta á vellinum og að brautir og flatir eru ekki upp á sitt besta.
Vinnudagur á vellinum okkar verður laugardaginn 13. maí og reiknum við með að hefja störf kl. 10:00. Í kjölfar vinnudagsins munum við opna völlinn fomlega.
Gaman væri að sjá ykkur sem flest. Margar hendur vinna létt verk.