Lavera kvennamótið fór fram 17. júlí

Glæsilegt kvennamót Lavera kvennamót Dalbúa fór fram laugardaginn 17. júlí í flottu golf veðri.


Valgerður Sveinbjörnsdóttir sigraði mótið, Ása Baldvinsdóttir varð í öðru sæti og Áslaug Guðmundsdóttir í því þriðja. Önnur úrslit voru svo þannig að Jóna HJálmarsdóttir var með lengsta högg á þriðju braut, Theodóra Friðbjörnsdóttir næst holu á fimmtu braut og Kristín Karlsdóttir næst holu á 8. braut. Allar konur fengu svo glæsilegar teiggjafir. Í lok móts var svo í boði að kaupa súpu á hagstæðu verði sem Bryndís formaður hafði útbúið.


Mótanefnd þakkar öllum þessum frábæru konum sem tóku þátt fyrir komuna og óskar öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn. Við minnum svo á að næsta golfmót verður Fontana golfmótið þann 14. ágúst.


Að lokum þá þökkum við umboðsaðila Lavera kærlega fyrir glæsilega og veglega vinninga.