Símamót Dalbúa fer fram laugardaginn 29. ágúst

Stórskemmtilegt mót með glæsilegum verðlaunum í boði Símans. Leikformið er Texas Scramble. Ræst verður út á öllum teigum kl. 10:00 og eru keppendur beðnir að skrá liðið saman á rástíma (skráning rástíma er þó að eins til skráningar, þar sem allir verða ræstir út á sama tíma). ​

Vegleg verðlaun í boði Símans, en auk þess verða veitt verðlaun fyrir lengsta teighögg karla og kvenna á valinni braut og fyrir upphafshögg næst holu á par 3. brautum vallarins. Loks verður veglegur vinningur dreginn úr skorkortum keppenda (aðeins þeirra sem ekki hafa þegar unnið til verðlauna) Allur ágóði af mótinu rennur til uppbyggingar á vellinum Í Miðdal og til að styrkja starfsemi klúbbsins.

Skráning Golfbox lýkur 29.08.2020 kl 09:59. Nánari upplýsingar á golf.is eða í golfskála Dalbúa í Miðdal.

https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039#/competition/2450352/info