Örn Ólafsson og Kristín Þórisdóttir sigruðu Fontana golfmótið

Opna Laugarvatns Fontana mótið fór fram laugardaginn 15. ágúst.

Mótið er haldið í samstarfi við einn af aðal styrktaraðilum Dalbúa, Laugarvatn Fontana.

Keppt var í punktakeppni karla og kvenna með forgjöf.

Veglegir vinningar voru veittir fyrir fyrstu þrjú sætin bæði í karla- og kvennaflokki í boði Laugarvatn Fontana, auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir lengsta upphafshögg karla og kvenna á valinni braut og fyrir að vera næst holu í upphafshöggi á par 3 brautum vallarins.

Þökkum öllum sem tóku þátt í mótinu  fyrir góðan dag og vinningar verða sendir í pósti.

Sérstakar þakkir til Laugarvatn Fontana

Úrslit konur:
1.sæti – Kristín Þórisdóttir með 26 punkta
2.sæti – Laufey Valgerður Oddsdóttir 24 punktar
3.sæti – Heiðrún Hauksdóttir 21 punktur

Úrslit karlar:
1.sæti – Örn Ólafsson 33 punktar
2.sæti – Eyjólfur Óli Jónsson 32 punktar
3.sæti – Anthony Karl Flores 31 punktar

Lengsta högg kvenna á þriðju braut Anja Erla

Lengsta högg karla á þriðju braut Gestur Gunnarsson

Næst holu á 5./14. braut Örn Ólafsson

Næst holu á 8./17. braut Árni Páll Hafþórsson  

Hér fylgja með nokkrar myndir.