Jónsmessumót golfklúbbsins Dalbúa og Krambúðarinnar fór fram föstudaginn 23. júní kl. 20:00. Rétt áður en leikur var hafinn braust blessuð sólin fram og fylgdi okkur inn í kvöldið. Leikið var eftir Greensome fyrirkomulagi. Þátttakendum var boðið upp á grillaða hamborgara eftir mótið og mæltist það vel fyrir. Rúmlega 30 aðilar voru skráðir í mótið og skiluðu þeir sé allir á teig.
Úrslit liða mótsins voru þannig að lið Há Há var í 1. sæti, í 2. sæti var svo Valsson/Einarsson og í 3. sæti var Hjálmarsdóttir/Haraldsson . Önnur úrslit voru svo að Iðunn Jónsdóttir var með lengsta högg kvenna á þriðju braut en Björn Vilhelmsson var með lengsta högg hjá körlum. Halldór Einarsson var svo næst holu á 5. braut (1,82m). Krambúðin sá um verðlaun fyrir verðlaunasæti og útdráttarverðlaun en Ölgerðin var með nokkra gutlandi útdráttarvinninga.
Stjórn og mótanefnd GD þakkar öllum sem tóku þátt og þakkar Krambúðinni, sem var aðal styrktaraðili mótsins kærlega fyrir stuðninginn og Ölgerðinni fyrir þeirra framlag.
Við minnum svo á Meistaramótið okkar sem verður 15 og 16. júlí.