Guðbjörg Ingólfsdóttir og Bjarni Theódór sigruðu Fontana golfmótið

Opna Laugarvatns Fontana mótið fór fram laugardaginn 14. ágúst í blíðskapar veðri. Mótið var fjölmennt og var ræst upp af öllum teigum með tveimur hollum á fjórum brautum sem gekk svona líka ljómandi vel. 

Mótið er haldið í samstarfi við einn af aðal styrktaraðilum Dalbúa, Laugarvatn Fontana.

Keppt var í punktakeppni karla og kvenna með fullri forgjöf.

Veglegir vinningar voru veittir fyrir fyrstu þrjú sætin bæði í karla- og kvennaflokki í boði Laugarvatn Fontana, auk þess sem veitt voru verðlaun fyrir lengsta upphafshögg karla og kvenna á 3. braut og fyrir að vera næst holu í upphafshöggi á 5/14 og 8/17 holum.  Einnig var dregið úr skorkortum þeirra sem höfðu ekki unnið til verðlauna.

Þökkum öllum sem tóku þátt í mótinu  fyrir frábæran dag og óskum öllum vinningshöfum til hamingju.

Sérstakar þakkir til Laugarvatn Fontana

Úrslit konur:
1.sæti – Guðbjörg Ingólfsdóttir 39 punktar
2.sæti – Annar Sigríður Erlingsdóttir 38 punktar
3.sæti – Guðbjörg Rós Guðmundsdóttir 32 punktar

Úrslit karlar:
1.sæti – Bjarni Theódór Bjarnason 37 punktar
2.sæti – Bragi Dór Hafþórsson 37 punktar
3.sæti – Snæbjörn Stefánsson 34 punktar

Lengsta högg kvenna á þriðju braut Helga Friðriksdóttir

Lengsta högg karla á þriðju braut Knútur Bjarnason

Næst holu á 5./14. braut Pálmi Albert Dungal

Næst holu á 8./17. braut Anna Svandís Helgadóttir 

Hér fylgja með nokkrar myndir.