Aðalfundur Dalbúa 26. nóvember verður fjarfundur

 Kæru félagar Aðalfundur sem auglýstur var þann 26.nóvember verður fjarfundur að þessu sinni þar sem fjöldatakmörkun miðast enn við 10 manns.

Fjarfundur gefur félagsmönnum tækifæri til þess að vera með á fundinum og hafa atkvæðisrétt um þau mál sem lögð vera fyrir á fundinum.

Vinsamlegast sendið tölvupóst á dalbui@dalbui.is til þess að staðfesta veru ykkar á fundinum. Þeir sem staðfesta komu sína fá sendan hlekk á fundinn þegar nær dregur.

Kærar kveðjur, f.h. stjórnar, Bryndís Scheving, formaður GD