Golfnámskeið – Golfnámskeið ⛳️

Golfklúbburinn Dalbúi í Miðdal verður með golfnámskeið fyrir börn í sumar. Námskeiðið verður í tvo daga, laugardaginn 13. júlí klukkan 10.00 – 13.00 og sunnudaginn 14 .júlí klukkan 10.00- 13.00. Seinni daginn verður mót hjá þátttakendum þar sem spilaðar verða 4 holur.

Verð: 2.000.- Innifalið í námskeiðinu er nesti og grillaðar pylsur á lokadeginum.

Þeir sem eiga golfkylfur mega gjarnan koma með þær en golfklúbburinn á nokkur barna golfsett sem hægt er að fá lánuð.

Munið að koma klædd eftir veðri 😊

Kennari á námskeiðinu er Anna Día Erlingsdóttir, íþróttakennari og reyndur golfleiðbeinandi.

Nánari upplýsingar og skráning hjá Bryndísi Scheving, formanni GD í síma 8628995 eða á netfanginu: bryndisscheving@gmail.com