Áramótakveðjur

Kæru kylfingar!

Gleðilegt nýtt ár og bestu þakkir fyrir árið sem var að líða.

Komandi ár hjá okkur í GD er 30 ára afmælisár klúbbsins og verður eitt og annað gert af því tilefni. Stjórn GD er byrjuð að leggja drög að atburðum sumarsins sem verður ábyggilega gott! Fylgist því vel með fréttum frá okkur þegar nær dregur.

Við hlökkum til að hitta ykkur hress og kát þegar líða fer á vorið og eiga með ykkur enn eitt skemmtilegt golfár.

Bestu kveðjur,
stjórn GD