Ágætu Dalbúar, gleðilegt sumar!
Það styttist í opnun vallarins og verður að segjast eins og er að völlurinn kemur mjög vel undan vetri. Það er hvergi kalblettur sjáanlegur sem er talsvert annað en síðastliðið vor. Undanfarna daga hefur völlurinn grænkað dag frá degi. Það er því mikið tilhlökkunarefni hjá okkur fyrir komandi golfsumri og sérstaklega í ljósi þess að við eigum 30 ára afmæli núna í sumar.
Eyjólfur og Anthony er nú þegar byrjaðir að gera og græja eitt og annað á vellinum og er þar helst að nefna stækkun á 9.flöt, en þeir eru langt komnir með þá framkvæmd. Um þessa helgi verður farið í það að sá grasfræjum í flatir og bera áburð á flatir og brautir.
En það eru mörg handtökin framundan hjá okkur og viljum við því biðla til sem flestra félagsmanna sem sjá sér fært að mæta á vinnudag laugardaginn 4.maí. Við stefnum á að byrja á verkefnunum milli 11.30 og 12.00 og er vallarnefndin búin að útbúa verkefnalista fyrir okkur þannig að engum ætti að leiðast 😊
Það verður hressing í boði að vinnudegi loknum og ekki úr vegi að einhverjir kjósi að taka eins og einn golfhring að honum loknum.
Hlökkum til að sjá sem flesta!
Kveðja, stjórnin.