Jónsmessumót

Jónsmessumót Dalbúa –23.06.2018

Það er komið að hinu stórskemmtilega Jónsmessumóti Dalbúa. Um að gera að skella sér í létt og skemmtilegt mót eftir leikinn (Þýskaland-Svíþjóð).

Leikinn er snærisleikur sem er leikinn með þeim hætti að hver keppandi fær snæri í samræmi við forgjöf sína, þ.e. 0.25m af snæri fyrir hvert högg í forgjöf. Sá sem er t.d. með 20 í forgjöf fær þá 5 metra snæri. Snærið verður þá forgjöf keppanda og getur keppandi klippt af snærinu í staðinn fyrir högg. Dæmi: ef keppandi slær inn á 9. flöt í þriðja höggi og er meter frá holu þá getur hann nýtt sér snærið og sleppt því að telja næsta högg. Þá skrifar sami keppandi 3 sem skor á 9. braut.

Klúbburinn mun skaffa snærið og jafnvel smá brjóstbirtu þegar líður á kvöldið. Keppendur eru þó beðnir um að koma með skæri, hnífa eða annað sem hægt er að nota til þess að klippa snærið.

Skemmtilegt mót með skemmtilegum verðlaunum sem kynnt verða á mótinu.

Keppni hefst á öllum holum, stundvíslega klukkan 20:00 og eru keppendur beðnir um að mæta tímanlega.

ATH: Keppendur sem vilja spila saman í holli eru beðnir um að skrá sig saman á rástíma en munið að rástíminn er einungis til skráningar og verða keppendur ræstir út á öllum teigum kl. 20:00.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *