Meistaramót Dalbúa fór fram föstudaginn 5. júlí og laugardaginn 6. júlí í fínasta veðri og eru Anthony Karl Flores og Anna Svandís Helgadóttir klúbbmeistarar 2024. Leikinn var 2 x 18 höggleikur með og án forgjafar og síðan var bætt við auka flokki þar sem leikið var 2 x 9 holu keppni sem hentar vel fyrir suma félaga okkar. Guðbjörg Ingólfsdólttir formaður mótanefndar kynnti staðarreglur og almennar reglur afhenti það til þátttakenda.mb
Úrslit í höggleik var þannig að Anthony Karl Flores var í 1. sæti hjá körlum á 168 höggum og Anna Svandís Helgadóttir í 1. sæti hjá konum á 210 höggum. Í 2. sæti í höggleik voru svo Oddgeir Sæmundsson og Margrét Björk Jóhannsdóttir og í 3. sæti urðu svo Arnar Olsen og Ása Þorkelsdóttir. Í höggleik með forgjöf voru svo Richard Haukur Sævarsson og Guðbjörg Rós Guðmundsdóttir í 1. sæti, í 2. sæti urðu svo Árni Benónísson og Bryndís Scheving og í 3. sæti endaði svo Snæbjörn Stefánsson. Sú kona sem endaði þar í þriðja sæti vann til verðlaun í meistaraflokki og taldi því ekki þarna líka. Í auka flokknum, sem kom nýr inn í fyrra var svo Eiríkur Þorláksson í 1. sæti hjá körlum og Klara Lísa Hervaldsdóttir hjá konum, í 2. sæti urðu svo Hafþór Birgisson og Margrét Þorkelsdóttir. Guðbjörg Ingólfsdóttir var svo í 3. sæti hjá konum en það voru fleiri karlar í þessum flokki. Lengsta högg karla á 3/12 braut hjá körlum átti Anthony Karl Gregory en hjá konum var það Margrét Jóhannsdóttir.
Almenn ánægja þátttakenda er með tveggja daga fyrirkomulag á föstudegi og laugardegi á meistaramótinu og þessa þrjár mismunandi flokka og verður það örugglega endurtekið næsta ár.
Stjórn og mótanefnd GD óskar öllum vinningshöfum til hamingju með góðan árangur og þakkar öllum þeim sem tóku þátt.