Hjónin Guðmundur Hauksson og Sveinbjörg Ingvarsdóttir sigruðu fyrsta mót sumarsins

Kristal heilsumót Dalbúa mótið fór fram laugardaginn 8. júní. Þetta var fyrsta mót sumarsins. Hitastigið hefði mátt vera hærra og lognið í upphafi meira en sólin og keppnisskapið hélt á okkur hita.Mótið var haldið í samstarfi við Ölgerðina sem er einn af samstarfsaðilum okkar.

Keppt var í punktakeppni karla og kvenna þar sem hámarksforgjöf var 28 fyrir karla og 36 fyrir konur.Veglegir vinningar voru veittir fyrir fyrstu þrjú sætin bæði í karla- og kvennaflokki í boði Ölgerðarinnar, auk þess sem veitt voru verðlaun fyrir lengsta upphafshögg karla og kvenna á 3. braut og fyrir að vera næst holu í upphafshöggi á 5/14 og 8/17 holum. Einnig var dregið úr skorkortum þeirra sem höfðu ekki unnið til verðlauna.

Þökkum öllum sem tóku þátt í mótinu fyrir flottan dag og óskum öllum vinningshöfum til hamingju. Sérstakar þakkir skilum við til Ölgerðarinnar fyrir þeirra framlag.

Úrslit konur: 1.sæti – Sveinbjörg Ingvarsdóttir, 36 punktar

2.sæti – Anna Svandís Helgadóttir, 34 punktar

3.sæti – Jóna Hjálmarsdóttir, 32 punktar

Úrslit karlar:

1.sæti – Guðmundur Hauksson, 36 punktar

2.sæti – Ólafur Ragnar Ingvarsson, 34 punktar

3.sæti – Snæbjörn Stefánsson, 33, punktar

Lengsta högg kvenna á þriðju braut, Helga Kristín Sæbjörnsdóttir

Lengsta högg karla á þriðju braut, Kristján Víkingur Helgason

Næst holu á 5./14. braut Grétar Karlsson

Næst holu á 8./17. braut Jóna Hjálmarsdóttir

Hér fylgja með nokkrar myndir.