Meistaramót Dalbúa fór fram helgina 16 og 17. júlí í ágætis veðri og eru Magnús Gunnarsson og Sigrún María Ingimundardóttir klúbbmeistarar 2022. Leikinn var höggleikur með og án forgjafar.
Úrslit í höggleik var þannig að Magnús Gunnarsson var í 1. sæti hjá körlum á 173 höggum og Sigrún María Ingmundardóttir í 1. sæti hjá konum á 194 höggum. Í 2. sæti í höggleik voru svo Anthony Karl Flores og Magrét Björk Jóhannsdóttir og í 3. sæti urðu svo Júlíus Símon Pálsson og Bryndís Scheving. Í höggleik með forgjöf voru svo Magnús Gunnarsson og Bryndís Scheving í 1. sæti, í 2. sæti urðu svo Örn Helgi Harðarson og Margrét Björk Jóhannsdóttir og í 3. sæti enduðu svo Sigurður Jónsson og Anna Svandís Helgadóttir. Lengsta upphafshögg á 3/12 braut hjá körlum var svo hjá Oddgeiri Sæmundi Sæmundarsyni og hjá konum var það Anna Helgadóttir. Að lokum þá var Eyjólfur Óli Jónsson með upphafshögg næst holu (2,9 m) á 5/14 holu og María Ingimundardóttir næst holu (2,20 m) á 8/17 holu. Í restina var svo dregið um fríspil á nokkrum völlum á sv horninu úr skorkortum þeirra sem voru á staðnum.
Stjórn og mótanefnd GD óskar öllum vinningshöfum til hamingju með góðan árangur og þakkar öllum þeim sem tóku þátt og minnir á kvennamótið sem fram fer næsta laugardag.
Almenn ánægja þátttakenda virðist með tveggja daga fyrirkomulag á mótinu og verður það örugglega endurtekið næsta ár.