Meistaramót Dalbúa 2018

Ágætu Dalbúar,

Nú er komið að meistaramóti Dalbúa, sem verður leikið næsta laugardag 28. júlí, og hefst keppni kl. 10:00.

Í meistaramótinu verður samkvæmt venju leikinn höggleikur án forgjafar; keppt er bæði í karla- og kvennaflokkum og hlýtur sigurvegari í hvorum flokki titilinn klúbbmeistari Dalbúa 2018.

En jafnframt hinni hefðubundnu keppni verða veitt sérstök verðlaun fyrir besta skor í höggleik með fullri forgjöf bæði karla- og kvennaflokki. Með þessum sérstöku verðlaunum verður mótið jafnara og meira spennandi fyrir marga félagsmenn, þar sem fjöldi keppenda á góða möguleika á að standa uppi sem sigurvegari í þessum flokki.

Mótanefnd vonar að með þessari breytingu skrái sem flestir félagsmenn sig til keppni í mótinu og er hugmyndin sú að auka þátttökuna sem mest. Með þessari „auka-keppni“ þurfa félagsmenn ekki að hafa áhyggjur af því að eiga ekki möguleika í hefðbundnum höggleik gegn þeim bestu, því með þessum hætti keppa allir miðað við eigin forgjöf og eiga því jafna möguleika á verðlaunum.

Mótsgjaldi er einnig stillt í hóf til að hvetja sem flesta til að skrá sig til keppni, og er að þessu sinni 2.000 kr.

Skráning í mótið fer fram á golf.is og lýkur föstudaginn 27. júlí kl. 18:00. Allir keppendur verða ræstir út á 1. teig frá kl. 10:00 að morgni, en upplýsingar um rástíma verða birtar á golf.is og í golfskálanum í Miðdal frá kl. 19.00 föstudaginn 27. júlí.

Það er von okkur að sem felstir félagsmenn noti tækifærið og skrái sig til að taka þátt í meistaramóti Dalbúa með þessu nýja fyrirkomulagi.

Nánari upplýsingar á dalbui.is.

Stjórnin

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *