Golfklúbburinn Dalbúi – Miðdal
Klúbburinn var stofnaður 1989. Hafði hann þá aðstöðu fyrir neðan Héraðsskólann á Laugarvatni. Fyrsti formaður klúbbsins var Gunnar G. Schram Hann var síðar gerður að heiðursfélaga í klúbbnum. Gunnar lést haustið 2004.
9. júlí 1994 tóku Dalbúar upp samstarf við Grafíu -Félag bókagerðarmanna og hófust handa við að byggja upp nýjan völl í Miðdal, sem er aðeins innan við Laugarvatn, en þar er völlurinn nú staðsettur. Völlurinn er 9 holur, en nægt landsvæði er fyrir 18 holu völl.
Nýr golfskáli var byggður árið 1999-2000 og árið 2003 var byggður pallur kringum húsið. Veitingasala er í skálanum ásamt aðgengi að sjónvarpi. Góð vélageymsla og vinnuaðstaða var sett upp árið 2005 sem gjörbreytti allri vélaaðstöðu klúbbsins.
Þess má geta að í Miðdal er gömul falleg kirkja sveitarinnar og þar er einnig að finna góðar sögulegar upplýsingar.
Hér má nálgast ágrip af 20 ára sögu GD ritað af Þóri Ólafssyni
Golfklúbburinn Dalbúi
Kt. 611189-1179