Úrslit meistaramóts

Meistaramót Dalbúa fór fram helgina 15. og 16. júlí í ágætis veðri og eru Anthony Karl Flores og Sigrún María Ingimundardóttir klúbbmeistarar 2023. Leikinn var 2 x 18 höggleikur með og án forgjafar og síðan var bætt við auka flokki þar sem leikið var 2 x 9 holu keppni sem hentar vel fyrir suma félaga okkar.  Eiríkur Þorláksson félagi okkar og gjaldkeri var ræsir á mótinu og fór vel yfir staðarreglur og almennar reglur.

Úrslit í höggleik var þannig að Anthony Karl Flores var í 1. sæti hjá körlum á 170 höggum og Sigrún María Ingmundardóttir í 1. sæti hjá konum á 186 höggum. Í 2. sæti í höggleik voru svo Guðmundur Hauksson og Anna Svandís Helgadóttir og í 3. sæti urðu svo Örn Helgi Haraldsson og og Ása Þorkelsdóttir. Í höggleik með forgjöf voru svo Þorvaldur Ingimundarson og Sveinbjörg Ingvarsdóttir í 1. sæti, í 2. sæti urðu svo Þórður Heiðar Jónsson og Bryndís Scheving og í 3. sæti enduðu Eyjólfur Óli Jónsson og Valgerður Sveinbjörnsdóttir.  Í auka flokknum, sem kom nýr í ár, inn var svo Ólafur Ragnar Ingvarsson í 1. sæti hjá körlum og Guðbjörg Ingólfsdóttir hjá konum, í 2. sæti urðu svo Arnar Olsen Richardsson og Klara Lísa Hervaldsdóttir.  Benedikt Guðmundsson og Björg Benediksson voru svo í 3. sæti þar.  Í restina var svo dregið um allskonar golf glaðninga úr skorkortum þeirra sem ekki höfðu unnið til verðlauna.    

Almenn ánægja þátttakenda er með tveggja daga fyrirkomulag á meistaramótinu og þessa þrjár mismunandi  flokka og verður það örugglega endurtekið næsta ár.

Stjórn og mótanefnd GD óskar öllum vinningshöfum til hamingju með góðan árangur og þakkar öllum þeim sem tóku þátt og minnir á kvennamót Föndru sem fram fer næsta laugardag. 

Há Há sigruðu Jónsmessumót Dalbúa og Krambúðarinnar

Jónsmessumót golfklúbbsins Dalbúa og Krambúðarinnar fór fram föstudaginn 23. júní kl. 20:00. Rétt áður en leikur var hafinn braust blessuð sólin fram og fylgdi okkur inn í kvöldið. Leikið var eftir Greensome fyrirkomulagi.  Þátttakendum var boðið upp á grillaða hamborgara eftir mótið og mæltist það vel fyrir.  Rúmlega 30 aðilar voru skráðir í mótið og skiluðu þeir sé allir á teig.

Úrslit liða  mótsins voru þannig að lið Há Há var í 1. sæti, í 2. sæti var svo Valsson/Einarsson og í 3. sæti var Hjálmarsdóttir/Haraldsson . Önnur úrslit voru svo að Iðunn Jónsdóttir var með lengsta högg kvenna á þriðju braut en Björn Vilhelmsson var með lengsta högg hjá körlum. Halldór Einarsson var svo næst holu á 5. braut (1,82m). Krambúðin sá um verðlaun fyrir verðlaunasæti og útdráttarverðlaun en Ölgerðin var með nokkra gutlandi útdráttarvinninga.

Stjórn og mótanefnd GD þakkar öllum sem tóku þátt og þakkar Krambúðinni, sem var aðal styrktaraðili mótsins kærlega fyrir stuðninginn og Ölgerðinni fyrir þeirra framlag.

Við minnum svo á Meistaramótið okkar sem verður 15 og 16. júlí.

Framkvæmdir á vellinum okkar

Framkvæmdir eru í gangi á vellinum okkar en vaskir menn eru búnir að laga tjörnina okkar og koma í gang aftur.

Á næstunni verður svo ráðist í það að útbúa nýja salernisaðstöðu úti á velli.

Stefaníu teigur á Dalbúa

Stefaníuteigur á Dalbúa kominn með falleg sumarblóm enda er sumarið mætt hjá okkur á Dalbúa.

Þessar skemmtilegu merkingar á rauðu teigunum okkar er eitt af því sem gefur vellinum okkar á Dalbúa fallegra yfirbragð.

Guðmundur Hauksson og Anna Svandís Helgadóttir sigruðu fyrsta mót sumarsins

Kristal heilsumót Dalbúa mótið fór fram laugardaginn 10. júní. Þetta var fyrsta mót sumarsins og í fyrsta skiptið þar sem keppendur skráðu sjálfir inn skor í gegnum Golfbox og mæltist það vel fyrir.  Hitastigið hefði mátt vera hærra og lognið meira en sólin og keppnisskapið hélt á okkur hita.

Mótið var haldið í samstarfi við Ölgerðina sem er einn af samstarfsaðilum okkar.

Keppt var í punktakeppni karla og kvenna þar sem hámarksforgjöf var 28 fyrir karla og 36 fyrir konur.

Veglegir vinningar voru veittir fyrir fyrstu þrjú sætin bæði í karla- og kvennaflokki í boði Ölgerðarinnar, auk þess sem veitt voru verðlaun fyrir lengsta upphafshögg karla og kvenna á 3. braut og fyrir að vera næst holu í upphafshöggi á 5/14 og 8/17 holum.  Einnig var dregið úr skorkortum þeirra sem höfðu ekki unnið til verðlauna.

Þökkum öllum sem tóku þátt í mótinu  fyrir frábæran dag og óskum öllum vinningshöfum til hamingju. Sérstakar þakkir skilum við til Ölgerðarinnar fyrir þeirra framlag.

Úrslit konur:
1.sæti – Anna Svandís Helgadóttir, 36 punktar
2.sæti – Margrét Björk Jóhannsdóttir, 35 punktar
3.sæti – Sveinbjörg Ingvarsdóttir, 28 punktar (betri seinni 9)

Úrslit karlar:
1.sæti – Guðmundur Hauksson, 36 punktar
2.sæti – Oddgeir, Sæmundur, Sæmundsson, 33 punktar (betri seinni 9)
3.sæti – Böðvar Þórisson, 33, punktar

Lengsta högg kvenna á þriðju braut, Petrína Sigurðardóttir

Lengsta högg karla á þriðju braut, Sigurður Karlsson

Næst holu á 5./14. braut Böðvar Þórisson (4,14 m)

Næst holu á 8./17. braut Elías Kristjánsson (2,55 m)

Hér fylgja með nokkrar myndir.