Góð opnunarhelgi á Dalbúa

Við á Dalbúa hófum sumarstarfið okkar föstudaginn 16. maí og var fjölmenni á vellinum alla helgina.  Það er frábært að geta opnað völlinn á þessum tíma en fulltrúar vallarnefndar og stjórnar og nýr vallarstjóri hafa verið að vinna í vellinum og er hann mjög góður í upphafi sumars.

Pallurinn við skálann hjá okkur var vel setinn en Guðbjörg, Björg, Klara Lísa og Jóna stóðu vaktina í skálanum og var nóg að gera hjá þeim að taka á móti glöðum kylfingum.  Sigga Dóra okkar var búinn að undirbúa allt til þess að taka á móti gestum vallarins og öðrum.

Takk kærlega fyrir komuna og gleðilegt golf sumar.

Fin mæting á vinnudegi

Það var fínasta mæting á vinnudegi hjá okkur sunnudaginn 11. maí þar sem nýir og eldri félagar mættu og tóku til hendinni.  Dagana á undan voru félagar úr vallarnefnd og sjálboðaliðar búnir að sinna ýmsum verkefnum. Takk kærlega fyrir ykkar framlag.  Sigga Dóra sem mun sinna skálanum fyrir okkur í sumar mætti á svæðið og tók þátt í því að undirbúa í skálanum. Sömuleiðis mætti Júlíus Pálsson sem er nýr vallarstjóri hjá okkur.  Hann er spenntur og hlakkar til að sinna vellinum fyrir okkur í sumar.    

Þetta sumarið erum við svo að taka í notkun stóran slátturróbóta sem mun slá hjá okkur stærri svæði.  Eins þá erum við komin með nýjan golfbíl í okkar þjónustu þannig að við erum með einhverjar nýjungar í upphafi sumars.  Við erum svo byrjuð að undirbúa vökvunarkerfi fyrir grínin. Völlurinn kemur nokkuð vel undan vetri en þegar þetta er sett inn þá er búið að slá allan völlinn og búið er að snyrta og fylla á bönkera og við opum völlinn föstudaginn 16. maí.

Þetta sumar verður gott hjá okkur á Dalbúa og við hlökkum til að taka á móti ykkur og erum þakklát öllum þeim sjálfboðaliðum sem leggja okkur lið með starfið hjá okkur. 

Gleðilegt golf hjá okkur á Dalbúa

Vinnudagur verður sunnudaginn 11. maí.

Kæru Dalbúar

Vinnudagurinn okkar verður sunnudaginn 11. maí frá 10:00 – 14:00 eða svo. Gaman væri að sjá ykkur sem flest en okkur er lofað góðu veðri.

Við gerum svo ráð fyrir fomlegri opnun á vellinum föstudaginn 16. maí.

Vinnudagur Golfklúbbsins Dalbúa verður 10. eða 11. maí

Kæru Dalbúar!

Við í Golfklúbbnum Dalbúa ætlum að vera með vinnudag laugardaginn 10. maí eða sunnudaginn 11. maí (erum aðeins að horfa til veðurs). Á vinnudegi verða verkefnin þau sömu og við þekkjum frá fyrri vinnudögum. Mæting kl. 10:00 og við reiknum með að klára í kringum 14:00.

Vallarnefndin okkar mun eins og áður skipuleggja það sem gera þarf en það væri afar ánægjulegt að sjá ykkur sem flest þennan dag. því margar hendur vinna létt verk.

Sérstaklega væri gaman að sjá nýja félagsmenn en þeir hafa á þessum degi tækifæri til að kynnast félagsmönnum og mynda tengsl sín á milli.

Að loknum vinnudegi verður eitthvað gott í gogginn fyrir vinnumenn/konur og eitthvað fljótandi með.

Við segjum endanlega til með tímasetningu í lok vikunnar.

Góðar Dalbúa kveðjur

Gísli B. Ívarsson formaður GD

Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar ágætu kylfingar.
Við erum á því að Dalbúi sé fallegasti og skemmtilegasti sveitavöllurinn á Íslandi og það er hagkvæmt að vera félagi í Golfklúbbnum Dalbúa.

Golfmót á Dalbúa 2025

Hér eru helstu dagsetningar sem vert er
að taka frá fyrir sumarið !

14.júní – Kristalsmót Dalbúa
27.júní – Krambúðar Jónsmessumót kvöldmót
4-5.júlí – Meistaramót Dalbúa – innanfélagsmót
19.júlí – Hjóna og Paramót
26.júlí – Kvennamót
9.ágúst – Fontanamótið
30.ágúst – Danco styrktarmót
20.september – Bændaglíma. Lokamót og slútt. Innanfélagsmót.

Munið að fylgjast með Dalbúa á Facebook :
https://www.facebook.com/dalbuigolf