Kvennamót Dalbúa var haldið laugardaginn 20. júlí í alveg frábæru veðri. Sólin skein glatt og hitinn var 23 gráður. Konur höfðu á orði að það þyrfti nú ekkert að fara til Spánar, þetta væri bara betra en það.
Eins og undanfarin ár voru veglegir vinningar frá Lavera (K. Kjartansson) og einnig voru teiggjafir frá Lavera. Þessar snyrtivörur eru lífrænt vottaðar og afar góðar.
Konur skemmtu sér vel í skemmtilegu 9 holu móti, mikið talað og hlegið! Súpa og brauðbollur runnu ljúft niður að leik loknum sem konur snæddu úti á palli.
Vinningshafar eru:
- sæti: Inga Dóra Konráðsdóttir
- sæti: Guðbjörg Ingólfsdóttir
- sæti: Vilborg Teitsdóttir
Lengsta teighögg á 3. braut: Jóna Hjálmarsdóttir
Golfklúbburinn Dalbúi þakkar þeim konum sem tóku þátt í mótinu fyrir mjög góðan dag!
Hér eru myndir frá deginum.