Jónsmessumót – 22. júní 2019
Hið stórskemmtilega Jónsmessumót Dalbúa hefur verið fastur liður í dagskrá golfsumarsins. Að þessu sinni er brugðið af vananum og verður spiluð 18 holu keppni eftir svonefndum Greensome-reglum.
Þetta er skemmtilegur og léttur leikur sem fer þannig fram að tveir spila saman í liði, báðir slá upphafshögg og er síðan betri boltinn leikinn. Sá sem átti verri boltann í upphafshögginu slær betri boltann, við næsta högg slær sá sem átti betri boltann í upphafi og svo koll af kolli. Þetta er hraður leikur en fjörugur.
Við lofum skemmtilegu móti í frábærum félagsskap!
Ræst verður út af öllum teigum stundvíslega klukkan 10:00.
ATH: Keppendur sem vilja spila saman í holli eru beðnir um að skrá sig saman á rástíma en munið að rástíminn er einungis til skráningar.
Mótsgjald: 3.000 kr.
Meistaramót – 13. júlí 2019
Meistaramót Dalbúa fer fram laugardaginn 13. júlí 2019, þar sem leikinn verður höggleikur og með og án forgjafar. Aðeins verður einn leikdagur.
Keppt verður í karla- og kvennaflokkum.
Sá keppandi sem stendur uppi með fæst högg í höggleik án forgjafar hlýtur titilinn klúbbmeistari Dalbúa 2019.
Jafnframt verða veitt sérstök verðlaun fyrir besta skor í höggleik með fullri forgjöf. Þessi keppni er ætluð til þess að mótið verður jafnara og meira spennandi fyrir marga almenna félagsmenn og gætu margir staðið uppi sem sigurvegarar í þessum flokki.
Mótanefnd vonar að með þessari breytingu skrái fleiri félagsmenn sig til keppni í mótinu á þessu afmælisári klúbbsins, enda þurfa keppendur ekki að hafa áhyggjur af því að eiga ekki roð í þá bestu með þessu keppnisfyrirkomulagi, því allir spila miðað við eigin forgjöf og eiga því allir möguleika á að fá verðlaun.
Skráning í mótið fer fram á www.golf.is
Allir keppendur verða ræstir út á 1. teig frá kl. 10:00 að morgni. Upplýsingar um rástíma keppnisdags verða birtar á www.golf.is og í golfskálanum í Miðdal frá kl. 19:00 föstudaginn 12. júlí.
Allir félagsmenn eru hvattir til að láta sjá sig og taka þátt í þessu skemmtilega móti.
Þátttaka félagsmanna í meistaramótinu verður ókeypis í tilefni af 30 ára afmæli klúbbsins.
Kvennamót Dalbúa og Lavera – 20. júlí 2019
Kvennamót Dalbúa hafa notið vinsælda síðustu ár, enda allar konur velkomnar.
Keppnin er punktakeppni með forgjöf, og spilaðar verða 9 holur (1 hringur).
Félagskonur eru hvattar til að fjölmenna og taka með sér vinkonur og aðrar kátar konur.
Skráning á golf.is eða í golfskálanum í Miðdal. Allir keppendur verða ræstir út á sama tíma, kl. 11:00, og eru keppendur beðnir að mæta tímanlega.
Veglegar snyrtivörur frá Lavera verða veittar í teiggjafir, og fjöldi glæsilegra verðlauna er í boði.
- verðlaun: Dekur snyrtivörupakki frá Lavera.
- verðlaun: Glæsilegur snyrtivörupakki frá Lavera.
- verðlaun: Flottur snyrtivörupakki frá Lavera.
Einnig verða veitt verðlaun fyrir lengsta teighögg á valinni braut og fyrir upphafshögg næst holu á par 3 brautum.
Konur, njótum dagsins saman í góðum félagsskap!
Súpa og léttar veigar að leik loknum á sanngjörnu verði.
Mótsgjald 4.000 kr.
Opna Laugarvatns Fontanamótið – 27. júlí 2019
Eitt skemmtilegasta mót sumarsins ár hvert er haldið í samstarfi við einn af aðalstyrktaraðilum Dalbúa, Laugarvatn Fontana.
Keppt verður í punktakeppni karla og kvenna með forgjöf. Hámarksleikforgjöf karla verður 24 og hámarksleikforgjöf kvenna 28.
Mótið hefst kl. 10:00 stundvíslega og verður ræst út af öllum teigum. Keppendur eru beðnir um að skrá sig á netinu og mæta tímanlega á keppnisdegi.
ATH: Keppendur sem vilja spila saman í holli eru beðnir um að skrá sig saman á rástíma en munið að rástíminn er einungis til skráningar.
Veglegir vinningar verða veittir fyrir fyrstu þrjú sætin bæði í karla- og kvennaflokki í boði Laugarvatn Fontana, auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir lengsta upphafshögg karla og kvenna á valinni braut og fyrir að vera næst holu í upphafshöggi á par 3 brautum vallarins.
Mótsgjald: 4.500.-
30 ára afmælismót Golfklúbbsins Dalbúa – 17.ágúst 2019
Nánari upplýsingar verða gefnar um mótið þegar nær dregur
Leikform verður Texas Scramble, og leiknar verða 18 holur.
Styrktarmót Símans og Dalbúa – 31. ágúst 2019
Stórskemmtilegt mót með glæsilegum verðlaunum í boði Símans.
Leikformið er Texas Scramble deilt með 3, þar sem hámarksforgjöf karla er 28 og hámarksforgjöf kvenna er 34; vallarforgjöf beggja keppenda er lögð saman og deilt í með þremur. – Keppnisforgjöf liðs getur þó ekki orðið hærri fyrir viðkomandi lið en þess keppanda sem er með lægri vallarforgjöfina (Athugið: Ekki taka mark á forgjöfinni sem birtist við skráningu á golf.is, þar sem hún er ekki í takt við ofangreinda reikniformúlu).
Athugið: Ekki er hægt að vinna til verðlauna nema hafa löglega forgjöf.
Ræst verður út á öllum teigum kl. 10:00 og eru keppendur beðnir að skrá liðið saman á rástíma (skráning rástíma er þó að eins til skráningar, þar sem allir verða ræstir út á sama tíma).
Allir keppendur fá teiggjöf fyrir mót og hamborgara að hætti hússins að móti loknu í boði Símans .
Verðlaun:
- – 3. sæti: Vegleg verðlaun í boði Símans, en auk þess verða veitt verðlaun fyrir lengsta teighögg karla og kvenna á valinni braut og fyrir upphafshögg næst holu á par 3. brautum vallarins. – Loks verður veglegur vinningur dreginn úr ÖLLUM skorkortum keppenda.
Mótsgjald er 4.500 kr. á hvern þátttakanda.
Þar sem um styrktarmót Dalbúa er að ræða er keppendum frjálst að greiða meira en mótsgjaldið; þá býðst fyrirtækjum að styrkja klúbbinn og greiða 10.000 kr. fyrir keppnislið í sínu nafni.
Allur ágóði af mótinu rennur til uppbyggingar á vellinum í Miðdal og til að styrkja starfsemi klúbbsins.
Lokamót Dalbúa – 14. september 2019
Lokamót Dalbúa á þessu afmæliári verður haldið laugardaginn 14. september.
Að þessu sinni verður um að ræða 9 holu punktamót og eiga því allir félagsmenn góða möguleika á verðlaunasætum!
Við endum síðan stuttan keppnisdag á léttri grillveislu í skálanum okkar þar sem tækifæri gefst til þess að spjalla og skemmta sér saman.
Vegleg verðlaun eru fyrir 1., 2. og 3.sæti. Einnig verða veitt sérstök verðlaun fyrir lengsta teighögg á 3. braut og nándarverðlaun á 5. og 8. braut.
Ræst verður út á öllum teigum klukkan 11:00
Verð: 6.000 kr. (golf + grill)
Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á þetta síðasta mót sumarsins, og mega gjarna taka með sér gesti til að gera sér glaðan dag saman undir lok golfsumarsins!