Styrktarmót Dalbúa og DANCO fór fram laugardaginn 30. ágúst í frábæru veðri eins og venjulega. 28 lið eða 56 kylfingar voru skráðir í mótið en allur ágóði af mótinu rennur til uppbyggingar á vellinum í Miðdal og til að styrkja starfsemi klúbbsins okkar. Leikjaform mótsins var Texas Scramble.
1. sæti. „Dr. Hjúkk“ á 46 punktum
2. sæti. „Snædís“ á 44 punktum
3. sæti. „Sem eitt“ á 43 punktum
Upphafhögg næst holu á 5/14 braut – Jóhann Friðrik Haraldsson
Upphafshögg næst holu á 8/17 braut – Guðmundur Hauksson
Lengsta upphafshögg kvenna á 3/12 braut – Rebekka Gunnarsson
Lengsta upphafshögg karla á 3/12 braut – Guðmundur Hauksson
Í lokin var svo dregið úr skorkortum um veglega vinninga. Allar konur í mótinu og í skálanum fengu svo sér verðlaun frá DANCO. Við fengum sérlegan aðstoðarmann til þess að aðstoða við útdráttinn. Hann átti stórleik þar.
Mótenefnd og stjórn GD þakkar öllum fyrir þátttökuna og óskar verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn. Maríu Sigríði Daníelsdóttur, Sigurði Jónssyni og DANCO færum við bestu þakkir fyrir glæsileg og fjölmörg verðlaun og útdráttarverðlaun og stuðning við klúbbinn okkar.