Ragnhildur H. Guðbrandsdóttir og Snorri Jónas Snorrason sigruðu Fontana golfmótið

Opna Laugarvatns Fontana mótið fór fram laugardaginn 19. ágúst í blíðskapar veðri. Mótið var nokkuð fjölmennt og var ræst út tvöfallt á nokkrum teigum. 

Mótið er haldið í samstarfi við einn af aðal samstarfsaðilum Dalbúa, Laugarvatn Fontana.

Keppt var í punktakeppni karla og kvenna þar sem karlar voru með hámarksforgjöf 28 og konur 36.

Veglegir vinningar voru veittir fyrir fyrstu þrjú sætin bæði í karla- og kvennaflokki í boði Laugarvatn Fontana, auk þess sem veitt voru verðlaun fyrir lengsta upphafshögg karla og kvenna á 3. braut og fyrir að vera næst holu í upphafshöggi á 5/14 og 8/17 holum.  Einnig var dregið úr skorkortum þeirra sem höfðu ekki unnið til verðlauna.

Þökkum öllum sem tóku þátt í mótinu  fyrir frábæran dag og óskum öllum vinningshöfum til hamingju.

Sérstakar þakkir til Laugarvatn Fontana.  Alltaf jafn glæsilegt hjá ykkur.

Úrslit konur:
1.sæti – Ragnhildur H. Guðbrandsdóttir 32 punktar
2.sæti – Kristín Þórisdóttir 30 punktar
3.sæti – Ása Þorkelsdóttir 29 punktar

Úrslit karlar: (golfbox skar úr um sætaröðina hér í 2-4 sæti)
1.sæti – Snorri Jónas Snorrason 37 punktar
2.sæti – Páll Marcher Egonsson 34 punktar
3.sæti – Ólafur Einar Hrólfsson 34 punktar

Lengsta högg kvenna á 3/12 braut Sigríður Lovísa Sigurðardóttir

Lengsta högg karla á 3/12 braut Jón Gunnarsson

Næst holu á 5/14 braut Ragnar L. Ólafsson

Næst holu á 8/17 xxx