Kæru félagar í Dalbúa
Okkar frábæru liðsmenn í Íslandsmótinu unnu mótherja sína í dag þannig að þeir munu spila til úrslita í mótinu á morgun. Við höfum tröllatrú á okkar mönnum.
Það væri frábært að sjá ykkur í skálanum á morgun til þess að styðja við okkar menn og samfagna með þeim fyrir frábæran árangur núna um helgina.
Fyrstu holl verða ræst út á morgun kl. 9:00 og úrslitaleikurinn hefst kl. 10:00.
Góðar Dalbúa kveðjur
Gísli B. Ívarsson formaður