Það var fín mæting á vinnudegi hjá okkur laugardaginn 18. maí þar sem nýir og eldri félagar mættu og tóku til hendinni. Helgina áður mættu svo nokkrir félagar og tóku til í skálanum. Takk kærlega fyrir ykkar framlag. Við fengum svo að hitta Siggu Dóru Matthíasdóttur sem verður með Katrínu okkar í skálanum í sumar.
Enn liggur ekki fyrir hvenær við opnum völlinn formlega en það styttist á það og við munum láta ykkur vita. Eyjólfur vallarstjóri man ekki eftir jafn góðu ástandi á grínum á vellinum í upphafi sumars.
Þetta sumar verður gott hjá okkur á Dalbúa og við hlökkum til að taka á móti ykkur.