Kæru félagar.
Um leið og við þökkum fyrir gott golfsumar þá minnum við á það að völlurinn okkar er núna lokaður öðrum en félagsmönnum og það að lokað er inn á grínin, en settar hafa verið upp vetrarholur. Við biðjum ykkur svo um það að tía upp úti á velli til þess að forðast að það komi skemmdir í völlinn.
Það hefur gengið vel hjá okkur á vellinum í sumar en félögunum hefur fjölgað nokkuð, við urðum Íslandsmeistarar 5. deildar eftir vel heppnað Íslandsmót á Dalbúa í ágúst og við komum upp vökvunarkerfi fyrir grínin okkar í sumar, svo eitthvað sé nefnt. Kærar þakkir til allra þeirra sem hafa lagt hönd á plóginn fyrir okkur öll.
Við hlökkum til næsta sumars og þess sem bíður okkar þá.
Góðar Dalbúa kveðjur og hafið það sem allra best í vetur
Gísli B. Ívarsson formaður GD