Framfaraverðlaun afhent

Á Fontana móti Dalbúa síðustu helgi afhenti Eiríkur Þorláksson félagi okkar Jóni Gunnarssyni verðlaunagrip sem hann átti í klúbbhúsinu fyrir framfararverðlaun sem veitt voru árlega fyrir nokkrum árum síðan.  Jón Gunnarsson mun spila fyrir okkar hönd í Íslandsmóti 5. deildar næstu helgi.  Mótið fer fram hjá okkur á Dalbúa.

Hugmyndin að framfaraverðlaunum Golfklúbbsins Dalbúa var sú að verðlauna árlega þann félagsmann sem hafði sýnt mestar framfarir á tilteknu golftímabili, þ.e. hverju ári fyrir sig. Þá var tekið yfirlit yfir stöðu forgjafar hjá hverjum og einum félagsmanni í upphafi árs, og síðan aftur að lokinni golfvertíð (miðað var við 1. október) og framfarir innan ársins reiknaðar samkvæmt ákveðinni formúlu var heimatilbúin, en talin endurspegla nokkuð vel erfiðleikastuðul þeirrar lækkunar sem um var að ræða hverju sinni (t.d. væri erfiðara að lækka úr 20 í 10 en úr 30 í 20, erfiðara væri að lækka úr 10 í 5 heldur en úr 15 í 10 o.s.frv.).

Framfaraverðlaun GD voru veitt í sex ár samfleytt, frá 2011 til 2016, og öll árin voru það unglingar innan klúbbsins, sem hlutu viðurkenningu hvers árs fyrir sig.

2011 Bragi Arnarson (f. 1997, þá 14 ára)

2012 Kristófer Dagur Sigurðsson (f. 1998, þá 13 ára)

2013 Kristófer Dagur Sigurðsson (f. 1998, þá 14 ára)

2014 Jón Gunnarsson (f. 2001, þá 13 ára)

2015 Jón Gunnarsson (f. 2001, þá 14 ára)

2016 Jón Gunnarsson (f. 2001, þá 15 ára) 

– Á þessum þremur árum lækkaði forgjöfin hjá Jóni samtals úr 12,4 í 5,2.

Bikarinn sem Jón fékk afhentan á laugardag hafði verið veittur fyrir árið 2015, en hafði einhverra hluta vegna ekki áður verið afhentur en sat í hillu í klúbbhúsi GD.