Góð opnunarhelgi á Dalbúa

Við á Dalbúa hófum sumarstarfið okkar föstudaginn 16. maí og var fjölmenni á vellinum alla helgina.  Það er frábært að geta opnað völlinn á þessum tíma en fulltrúar vallarnefndar og stjórnar og nýr vallarstjóri hafa verið að vinna í vellinum og er hann mjög góður í upphafi sumars.

Pallurinn við skálann hjá okkur var vel setinn en Guðbjörg, Björg, Klara Lísa og Jóna stóðu vaktina í skálanum og var nóg að gera hjá þeim að taka á móti glöðum kylfingum.  Sigga Dóra okkar var búinn að undirbúa allt til þess að taka á móti gestum vallarins og öðrum.

Takk kærlega fyrir komuna og gleðilegt golf sumar.