Það var fínasta mæting á vinnudegi hjá okkur sunnudaginn 11. maí þar sem nýir og eldri félagar mættu og tóku til hendinni. Dagana á undan voru félagar úr vallarnefnd og sjálboðaliðar búnir að sinna ýmsum verkefnum. Takk kærlega fyrir ykkar framlag. Sigga Dóra sem mun sinna skálanum fyrir okkur í sumar mætti á svæðið og tók þátt í því að undirbúa í skálanum. Sömuleiðis mætti Júlíus Pálsson sem er nýr vallarstjóri hjá okkur. Hann er spenntur og hlakkar til að sinna vellinum fyrir okkur í sumar.
Þetta sumarið erum við svo að taka í notkun stóran slátturróbóta sem mun slá hjá okkur stærri svæði. Eins þá erum við komin með nýjan golfbíl í okkar þjónustu þannig að við erum með einhverjar nýjungar í upphafi sumars. Við erum svo byrjuð að undirbúa vökvunarkerfi fyrir grínin. Völlurinn kemur nokkuð vel undan vetri en þegar þetta er sett inn þá er búið að slá allan völlinn og búið er að snyrta og fylla á bönkera og við opum völlinn föstudaginn 16. maí.
Þetta sumar verður gott hjá okkur á Dalbúa og við hlökkum til að taka á móti ykkur og erum þakklát öllum þeim sjálfboðaliðum sem leggja okkur lið með starfið hjá okkur.
Gleðilegt golf hjá okkur á Dalbúa