Létt opnun golfvallar um helgina

Á morgun, föstudaginn 2. júní opnum við völlinn okkar fyrir félagsmenn og vini þeirra og biðjum við ykkur um það að ganga vel um völlinn og huga að því að enn er bleyta á vellinum og að brautir og flatir eru ekki upp á sitt besta.

Góða skemmtun og gleðilegt golf sumar.

Gísli B. Ívarsson, formaður.

Frestun á opnun vallar

Við neyðumst því miður til þess að fresta opnun vallar um einhverja daga og vonumst til þess að opna hann um næstu helgi.

Völlurinn er enn nokkuð blautur og hætta á því að hann myndi ekki fara vel ef við hleyptum inn á hann um þessa helgi.

Við sjáumst hress og kát í sumar.

Góða kveðjur frá okkur á Dalbúa
Gísli B. Ívarsson formaður.

Vel heppnaður vinnudagur

Það var fín mæting á vinnudaginn okkar á laugardaginn en veðrið sem búið var að spá tók sér frí á meðan verkið var klárað.

Takk kærlega fyrir þið sem höfðuð tök á að mæta.

Enn um sinn þá þurfum við að fresta formlegri opnun á vellinum þetta sumarið.

Frestun á opnun vallar

Við neyðumst því miður til þess að fresta opnun vallarins en til stóð að opna á morgun.

Vinnudagur verður á vellinum á morgun þar sem hugað verður að einu og öðru.

Nánar verður auglýst vegna opnunar á vellinum.

Vinnudagur og opnun vallar

Vinnudagur á vellinum okkar verður laugardaginn 13. maí og reiknum við með að hefja störf kl. 10:00. Í kjölfar vinnudagsins munum við opna völlinn fomlega.

Gaman væri að sjá ykkur sem flest. Margar hendur vinna létt verk.

Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar ágætu kylfingar

Við erum á því að Dalbúi sé fallegasti og skemmtilegasti sveitavöllurinn á Íslandi, og það er hagstætt og gott að vera félagi í Golfklúbbnum Dalbúa.

Sendið inn skilaboð á dalbui@dalbui.is ef eitthvað er.