Fréttir

Íslandsmótið í golfi 2017

Íslandsmótið í golfi 2017 fer fram á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili. Alls eru 141 keppendur skráðir til leiks, 112 karlar og 29 konur.

Hér er hægt að sjá myndir: http://www.gsimyndir.net/

Það eru mörg tímamót hjá Golfklúbbnum Keili á þessu ári en fyrr á árinu fagnaði klúbburinn 50 ára afmæli sínu. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Hvaleyrarvelli undanfarin ár og þrjár nýjar brautir verða teknar með formlegum hætti í notkun þegar Íslandsmótið hefst þann 20. júlí. Mikil ánægja er með þær framkvæmdir, sem þykja vel heppnaðar. Á næstu árum verða gerðar enn frekari breytingar á Hvaleyrarhluta vallarins.


Þrátt fyrir langa sögu og mikla hefð í keppnisgolfi hefur Íslandsmótið í golfi aðeins fimm sinnum áður farið fram hjá Keili. Íslandsmótið í golfi var fyrst haldið árið 1942 og fyrstu árin var keppt í holukeppni. Keilir reið á vaðið og hélt Íslandsmót kvenna árið 1967 á stofnári klúbbsins og var leikið á 6 holu velli á Hvaleyrarvelli. Á þeim tíma fór Íslandsmótið fram á nokkrum völlum samtímis enda var það flokkaskipt og gríðarlega margir keppendur. Þar fagnaði Guðfinna Sigurþórsdóttir fyrsta Íslandsmeistaratitlinum.

Árið 1970 var keppt í fyrsta sinn í karlaflokki á Íslandsmóti hjá Keili og þar sigraði Þorbjörn Kjærbo úr GS. Það var þriðji Íslandsmeistaratitill hans. Mótið fór fram á tveimur völlum þetta ár og var fyrri hlutinn leikinn í Hafnarfirði og síðari hlutinn á Hólmsvelli í Leiru. Þremur árum síðar eða árið 1973 fór mótið á ný fram á Hvaleyrinni þar sem Björgvin Þorsteinsson fagnaði sínum öðrum Íslandsmeistaratitli af alls sex.

Það liðu 26 ár þar til Íslandsmótið fór næst fram í Hafnarfirði. Árið 1999 fagnaði Keilir tvöföldum sigri þar sem Björgvin Sigurbergsson og Ólöf María Jónsdóttir fögnuðu bæðu sínum öðrum Íslandsmeistaratitli. Björgvin er sá eini í karlaflokki sem hefur unnið Íslandsmeistaratitil á Hvaleyrarvelli eftir að hann varð 18 holur. Björgvin sigraði árið 2007 þegar mótið fór þar fram síðast og var það jafnframt fjórði Íslandsmeistaratitill hans á ferlinum. Nína Björk Geirsdóttir úr GM varð Íslandsmeistari í kvennaflokki árið 2007 og er það eini Íslandsmeistaratitill hennar.

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR hafa titla að verja á Íslandsmótinu í golfi. Þau geta því miður ekki mætt í titilvörnina þar sem þau eru bæði að keppa sem atvinnukylfingar á sama tíma í Evrópu og Bandaríkjunum.

Ýmsar áhugaverðar staðreyndir

Atvinnukylfingar sem keppa á Íslandsmótinu eru
Valdís Þóra Jónsdóttir (GL), LET Evrópumótaröðin, Íslandsmeistari 2009 og 2012.
Axel Bóasson (GK) keppir á Nordic Tour og er í 2. sæti á stigalistanum þegar keppnistímabilið er hálfnað.
Andri Þór Björnsson (GR) keppir á Nordic Tour.
Haraldur Franklín Magnús (GR) keppir á Nordic Tour og er í 3. sæti á stigalistanum þegar keppnistímabilið er hálfnað. Íslandsmeistari árið 2012.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) keppir á Nordic Tour og klúbbmeistari GR 2017.
Aron Snær Júlíusson (GKG) A-landsliðsmaður
Fannar Ingi Steingrímsson (GHG) A-landsliðsmaður
Gísli Sveinbergsson (GK) A-landsliðsmaður.
Henning Darri Þórðarson (GK) A-landsliðsmaður.
Rúnar Arnórsson (GK) A-landsliðsmaður.

Björgvin Þorsteinsson sexfaldur Íslandsmeistari í golfi tekur þátt í 54. sinn í röð á Íslandsmótinu í golfi en hann er jafnframt elsti keppandinn í karlaflokki. Björgvin tók fyrst þátt árið 1963.

Böðvar Bragi Pálsson úr GR er aðeins 14 ára gamall og nýkrýndur Íslandsmeistari í flokki 14 ára og yngri. Hann er yngsti keppandinn í karlaflokknum.

Heiðar Davíð Bragason (GHD) Íslandsmeistari 2005 er á meðal keppenda.
Kristján Þór Einarsson (GM) Íslandsmeistari 2008 er á meðal keppenda.
Ólafur Björn Loftsson (GKG) Íslandsmeistari 2009 er á meðal keppenda.

Þrír fyrrum Íslandsmeistarar í kvennaflokki eru á meðal keppenda, Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) 2009, 2012. Signý Arnórsdóttir (GK) 2015, Þórdís Geirsdóttir (GK) 1987

A-landslið kvenna er allt mætt til leiks á Íslandsmótið.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK)
Helga Kristín Einarsdóttir (GK)
Anna Sólveig Snorradóttir (GK)
Ragnhildur Kristinsdóttir (GR)
Berglind Björnsdóttir (GR)
Saga Traustadóttir (GR)

Ragnhildur Sigurðardótti er yngsti Íslandsmeistarinn í kvennaflokki en hún var 15 ára þegar hún fagnaði sigri árið 1985 á Akureyri.

Úlfar Jónsson Íslandsmeistari 17 ára gamall árið 1986. Sá yngsti eftir því sem best er vitað.

Meðalforgjöf karla á Íslandsmótinu 2017 er 2,02
Meðalforgjöf kvenna á Íslandsmótinu 2017 er 3,17

Aðeins þeir sem eru með 5,5 eða lægri forgjöf geta tekið þátt í karlaflokki á Eimskipsmótaröðinni. Í kvennaflokki eru takmörkin við 8,5 í forgjöf.

Meðaaldur karla í mótinu er 27 ár
Elsti keppandinn er 64 ára Björgvin Þorsteinsson ára og Böðvar Bragi Pálsson er sá yngsti en hann er 14 ára, fæddur árið 2003.

Meðalaldur kvenna í mótinu er 22 ár.
Elsti keppandinn er 52 ára, Þórdís Geirsdóttir og tveir keppendur í kvennaflokki eru 14 ára eða fæddar árið 2003. Kinga Korpak GS og Eva María Gestsdóttir úr GKG. Þess má geta að eldri systir Evu, Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG er 15 ára og þær eru báðar á meðal keppenda.

Þórður Rafn Gissurarson, GR, á mótsmetið á Íslandsmótinu í golfi en hann lék á -12 á Garðavelli á Akranesi þegar hann fagnaði sínum fyrsta titli árið 2015.

Birgir Leifur Hafþórsson hefur tvívegis fagnaði Íslandsmeistaratitliunum á -10 samtals. Á Korpunni 2013 og í Leirdalnum 2014. Magnús Guðmundsson úr GA lék á -10 árið 1958 á Akureyri á vellinum við Þórunnarstræti.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR á mótsmetið í kvennaflokki en hún lék á -11 á Jaðarsvelli í fyrra. Valdís Þóra Jónsdóttir var á -10 á því sama móti. Fyrra mótsmet á Íslandsmótinu var sett á Garðavelli á Akranesi 2015 þegar Signý Arnórsdóttir úr Keili fagnaði sínum fyrsta sigri á +1 samtals.

Í upphafi golfvertíðarinnar árið 1973 voru Björgvin Hólm GK, Einar Guðnason GR og Þorbjörn Kjærbo GS með lægstu forgjöfina á Íslandi en þeir voru allir með 2 í forgjöf. Jakobína Guðlaugsdóttir, úr GV, var með lægstu forgjöfina í kvennaflokki eða 13.

Íslandsmótið í golfi í karlaflokki fór fram í fyrsta sinn árið 1942 og verður mótið á Hvaleyrarvelli í ár það 76. í röðinni í karlaflokki. Íslandsmótið fór fram síðast á Hvaleyrarvelli árið 2007 en þá sigraði Björgvin Sigurbergsson úr GK í karlaflokki.

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hefur sigrað oftast á Íslandsmótinu í karlaflokki eða alls sjö sinnum, Tveir kylfingar hafa náð að sigra sex sinnum á Íslandsmótinu í golfi, Björgvin Þorsteinsson og Úlfar Jónsson.

Ef litið er á fjölda titla hjá golfklúbbum landsins er Golfklúbbur Reykjavíkur með flesta titla eða 21 alls. Golfklúbbur Akureyrar kemur þar á eftir með 20. Alls hafa sjö klúbbar átt Íslandsmeistara í golfi í karlaflokki frá upphafi.

Íslandsmeistarar í golfi í karlaflokki frá upphafi:

Ártal: Nafn: Klúbbur: Fjöldi titla alls: Fjöldi titla alls hjá klúbbi:

1942 Gísli Ólafsson GR (1) (1)
1943 Gísli Ólafsson GR (2) (2)
1944 Gísli Ólafsson GR (3) (3)
1945 Þorvaldur Ásgeirsson GR (1) (4)
1946 Sigtryggur Júlíusson GA (1) (1)
1947 Ewald Berndsen GR (1) (5)
1948 Jóhannes G. Helgason GR (1) (6)
1949 Jón Egilsson GA (1) (2)
1950 Þorvaldur Ásgeirsson GR (2) (7)
1951 Þorvaldur Ásgeirsson GR (3) (8)
1952 Birgir Sigurðsson GA (1) (3)
1953 Ewald Berndsen GR (2) (9)
1954 Ólafur Á. Ólafsson GR (1) (10)
1955 Hermann Ingimarsson GA (1) (4)
1956 Ólafur Á. Ólafsson GR (2) (11)
1957 Sveinn Ársælsson GV (1) (1)
1958 Magnús Guðmundsson GA (1) (5)
1959 Sveinn Ársælsson GV (2) (2)
1960 Jóhann Eyjólfsson GR (1) (12)
1961 Gunnar Sólnes GA (1) (6)
1962 Óttar Yngvason GR (1) (13)
1963 Magnús Guðmundsson GA (2) (7)
1964 Magnús Guðmundsson GA (3) (8)
1965 Magnús Guðmundsson GA (4) (9)
1966 Magnús Guðmundsson GA (5) (10)
1967 Gunnar Sólnes GA (2) (11)
1968 Þorbjörn Kjærbo GS (1) (1)
1969 Þorbjörn Kjærbo GS (2) (2)
1970 Þorbjörn Kjærbo GS (3) (3)
1971 Björgvin Þorsteinsson GA (1) (12)
1972 Loftur Ólafsson NK (1) (1)
1973 Björgvin Þorsteinsson GA (2) (13)
1974 Björgvin Þorsteinsson GA (3) (14)
1975 Björgvin Þorsteinsson GA (4) (15)
1976 Björgvin Þorsteinsson GA (5) (16)
1977 Björgvin Þorsteinsson GA (6) (17)
1978 Hannes Eyvindsson GR (1) (14)
1979 Hannes Eyvindsson GR (2) (15)
1980 Hannes Eyvindsson GR (3) (16)
1981 Ragnar Ólafsson GR (1) (17)
1982 Sigurður Pétursson GR (1) (18)
1983 Gylfi Kristinsson GS (1) (4)
1984 Sigurður Pétursson GR (2) (19)
1985 Sigurður Pétursson GR (3) (20)
1986 Úlfar Jónsson GK (1) (1)
1987 Úlfar Jónsson GK (2) (2)
1988 Sigurður Sigurðsson GS (1) (5)
1989 Úlfar Jónsson GK (3) (3)
1990 Úlfar Jónsson GK (4) (4)
1991 Úlfar Jónsson GK (5) (5)
1992 Úlfar Jónsson GK (6) (6)
1993 Þorsteinn Hallgrímsson GV (1) (3)
1994 Sigurpáll G. Sveinsson GA (1) (18)
1995 Björgvin Sigurbergsson GK (1) (7)
1996 Birgir Leifur Hafþórsson GL (1) (1)
1997 Þórður E. Ólafsson GL (1) (2)
1998 Sigurpáll G. Sveinsson GA (2) (19)
1999 Björgvin Sigurbergsson GK (2) (8)
2000 Björgvin Sigurbergsson GK (3) (9)
2001 Örn Æ. Hjartarson GS (1) (6)
2002 Sigurpáll G. Sveinsson GA (3) (20)
2003 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (2) (1)
2004 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (3) (2)
2005 Heiðar Davíð Bragason GKj. (1) (1)
2006 Sigmundur Einar Másson GKG (1) (3)
2007 Björgvin Sigurbergsson GK (4) (10)
2008 Kristján Þór Einarsson GKj. (1) (2)
2009 Ólafur B. Loftsson NK (1) (2)
2010 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (4) (4)
2011 Axel Bóasson GK (1) (11)
2012 Haraldur Franklín Magnús GR (1) (21)
2013 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (5) (5)
2014 Birgir Leifur Hafþórsson GKG (6) (6)
2015 Þórður Rafn Gissurarson, GR (1) (22)
2016 Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (7) (7)

Fjöldi titla hjá klúbbum í karlaflokki:

GR - 22
GA - 20
GK - 11
GKG - 7
GS - 6
GV - 3
GL - 2
NK - 2
GKj. 2

Keppt í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi í 51. sinn á Hvaleyrarvelli.

Íslandsmeistarar í kvennaflokki frá upphafi:

Fjöldi móta: Ártal: Nafn: Klúbbur: Fjöldi titla alls: Fjöldi titla alls hjá klúbbi:

1967 Guðfinna Sigurþórsdóttir GS (1) (1)
1968 Guðfinna Sigurþórsdóttir GS (2) (2)
1969 Elísabet Möller GR (1) (1)
1970 Jakobína Guðlaugsdóttir GV (1) (1)
1971 Guðfinna Sigurþórsdóttir GS (3) (3)
1972 Jakobína Guðlaugsdóttir GV (2) (2)
1973 Jakobína Guðlaugsdóttir GV (3) (3)
1974 Jakobína Guðlaugsdóttir GV(4) (4)
1975 Kristín Pálsdóttir GK (1) (1)
1976 Kristín Pálsdóttir GK (2) (2)
1977 Jóhanna Ingólfsdóttir GR (1) (2)
1978 Jóhanna Ingólfsdóttir GR (2) (3)
1979 Jóhanna Ingólfsdóttir GR (3) (4)
1980 Sólveig Þorsteinsdóttir GR (1) (5)
1981 Sólveig Þorsteinsdóttir GR (2)(6)
1982 Sólveig Þorsteinsdóttir GR (3) (7)
1983 Ásgerður Sverrisdóttir GR (1) (8)
1984 Ásgerður Sverrisdóttir GR (2) (9)
1985 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (1) (10)
1986 Steinunn Sæmundsdóttir GR (1) (11)
1987 Þórdís Geirsdóttir GK (1) (3)
1988 Steinunn Sæmundsdóttir GR (2) (12)
1989 Karen Sævarsdóttir GS (1) (4)
1990 Karen Sævarsdóttir GS (2) (5)
1991 Karen Sævarsdóttir GS (3) (6)
1992 Karen Sævarsdóttir GS (4) (7)
1993 Karen Sævarsdóttir GS (5) (8)
1994 Karen Sævarsdóttir GS (6) (9)
1995 Karen Sævarsdóttir GS (7) (10)
1996 Karen Sævarsdóttir GS (8) (11)
1997 Ólöf M. Jónsdóttir GK (1) (4)
1998 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (2) (13)
1999 Ólöf M. Jónsdóttir GK (2) (5)
2000 Kristín E. Erlendsdóttir GK (1) (6)
2001 Herborg Arnardóttir GR (1) (14)
2002 Ólöf M. Jónsdóttir GK (3) (7)
2003 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (3) (15)
2004 Ólöf M. Jónsdóttir GK (4) (8)
2005 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (4) (16)
2006 Helena Árnadóttir GR (1) (17)
2007 Nína Björk Geirsdóttir GKj. (1) (1)
2008 Helena Árnadóttir GR (2) (17)
2009 Valdís Þóra Jónsdóttir GL (1) (1)
2010 Tinna Jóhannsdóttir GK (1) (9)
2011 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR (1) (19)
2012 Valdís Þóra Jónsdóttir GL (2) (2)
2013 Sunna Víðisdóttir GR (1) (20)
2014 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR (2) (21)
2015 Signý Arnórsdóttir, GK (1) (10)
2016 Ólafóa Þórunn Kristinsdóttir (3) (22)

Fjöldi titla hjá klúbbum í kvennaflokki:

GR - 22
GS - 11
GK - 10
GV - 4
GL - 2
GKj. - 1

Mótið í ár er merkilegt þar sem keppt er í kvennaflokki í 51. skipti en keppt var í fyrsta sinn árið 1967 á Hvaleyrarvelli í kvennaflokki þegar Guðfinna Sigurþórsdóttir úr GS fagnaði titlinum.

Karen Sævarsdóttir úr GS er með flesta titla í kvennaflokknum frá upphafi en hún sigraði átta ár í röð – sem er met sem seint verður slegið. Frá því að Karen sigraði í áttunda sinn árið 1996 hefur engum kylfingi tekist að verja Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki.

Ef litið er á fjölda titla hjá golfklúbbum landsins er Golfklúbbur Reykjavíkur með flesta titla eða 22 alls. Líkt og hjá körlunum. Þar á eftir kemur Golfklúbbur Suðurnesja með 11 titla og
Golfklúbburinn Keilir er með 10 titla en alls hafa sex golfklúbbar átt Íslandsmeistara í kvennaflokki.

Fjöldi keppenda í karlaflokki frá árinu 2001 - meðaltalið er 112 keppendur:

2001 Grafarholt 127 (Örn Ævar Hjartarson GS Íslandsmeistari)
2002 Hella Strandarvöllur 129 (Sigurpáll Geir Sveinsson GA Íslandsmeistari)
2003 Vestmannaeyjar 94 (Birgir Leifur Hafþórsson Íslandsmeistari)
2004 Akranes Garðavöllur 89 (Birgir Leifur Hafþórsson Íslandsmeistari)
2005 Hómsvöllur í Leiru 111 (Heiðar Davíð Bragason Íslandsmeistari)
2006 Urriðavöllur 109 (Sigmundur Einar Másson Íslandsmeistari)
2007 Hvaleyrarvöllur 126 (Björgvin Sigurbergsson Íslandsmeistari)
2008 Vestmannaeyjar 103 (Kristján Þór Einarsson Íslandsmeistari)
2009 Grafarholt 126 (Ólafur Björn Loftsson Íslandsmeistari)
2010 Kiðjaberg 121 (Birgir Leifur Hafþórsson Íslandsmeistari)
2011 Hólmsvöllur í Leiru 111 (Axel Bóasson Íslandsmeistari)
2012 Hella Strandarvöllur 123 (Haraldur Franklín Magnús Íslandsmeistari)
2013 Korpan 114 (Birgir Leifur Hafþórsson Íslandsmeistari)
2014 Leirdalur 106 (Birgir Leifur Hafþórsson Íslandsmeistari)
2015 Akranes 120 Garðavöllur (Þórður Rafn Gissurarson Íslandsmeistari)
2016 Akureyri Jaðarsvöllur 107 (Birgir Leifur Hafþórsson Íslandsmeistari)
2017 Hafnarfjörður Hvaleyrarvöllur 112

Fjöldi keppenda í kvennaflokki frá árinu 2001 - meðaltalið er 23 keppendur.

2001 Grafarholt 19 (Herborg Arnarsdóttir GR Íslandsmeistari)
2002 Hella Strandarvöllur 22 (Ólöf María Jónsdóttir GK Íslandsmeistari)
2003 Vestmannaeyjar 16 (Ragnhildur Sigurðardóttir Íslandsmeistari)
2004 Akranes Garðavöllur 17 (Ólöf María Jónsdóttir GK Íslandsmeistari)
2005 Hómsvöllur í Leiru 26 (Ólöf María Jónsdóttir GK Íslandsmeistari)
2006 Urriðavöllur 14 (Ragnhildur Sigurðardóttir Íslandsmeistari)
2007 Hvaleyrarvöllur 22 (Nína Björk Geirsdóttir Íslandsmeistari)
2008 Vestmannaeyjar 16 (Helena Árnadóttir Íslandsmeistari)
2009 Grafarholt 29 (Valdís Þóra Jónsdóttir Íslandsmeistari)
2010 Kiðjaberg 17 (Tinna Jóhannsdóttir Íslandsmeistari)
2011 Hólmsvöllur í Leiru 24 (Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Íslandsmeistari)
2012 Hella Strandarvöllur 28 (Valdís Þóra Jónsdóttir Íslandsmeistari)
2013 Korpan 25 (Sunna Víðisdóttir Íslandsmeistari)
2014 Leirdalur 33 (Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Íslandsmeistari)
2015 Akranes 28 Garðavöllur (Signý Arnórsdóttir Íslandsmeistari)
2016 Akureyri Jaðarsvöllur 31 (Ólafía Þórunn Íslandsmeistari)
2017 Hafnarfjörður Hvaleyrarvöllur 29

50 ára afmæli

Stofnundur Keilis fór fram í Kópavogi 18. febrúar 1967

Í október 1966 var boðað til fundar í Hábæ og komu þar saman sjö áhugamenn um golf. Hafsteinn Hansson virðist hafa haft forgöngu en auk hans voru á fundinum Jónas Aðalsteinsson, Jóhann Níelsson, Daníel Pétursson, Júlíus Sólnes, Hafsteinn Þorgeirsson og Páll Ásgeirsson. Auk þess mætti þar forseti Golfsambandsins, Sveinn Snorrason. Ákveðið var að stofna golfklúbb og efna til stofnfundar snemma árs 1967 og skipuð nefnd til að setja klúbbnum lög.

Stofnfundur Golfklúbbsins Keilis var haldinn þann 18. febrúar árið 1967. Staðsetning fundarins var í Félagsheimili Kópavogs og mættu þar 64 menn úr Hafnarfirði, Garðahreppi og Kópavogi. Þeir stofnuðu formlega Golfklúbbinn Keili, en í fyrstu stjórninni voru: Jónas Aðalsteinsson formaður, Sigurbergur Sveinsson, Sigurður Helgason og meðstjórnendur Hafsteinn Hansson og Rúnar Guðmundsson.

Það kom til tals að fá Vífilsstaðatúnið undir golfvöll og fleiri staðir voru kannaðir, en fljótlega fengu menn augastað á Hvaleyrinni og náðust þar um samningar við Hafnarfjarðarbæ.

Sumarið 1967 var farið að leika golf á Hvaleyrinni, í fyrstu á 6 holu velli, og voru slegnar flatir þar sem sléttir blettir voru fyrir. Íbúðarhúsið að Vesturkoti fékk golfklúbburinn undir félagsheimili.

Eftir landnámið á Hvaleyri var skipulagður 9 holu völlur sem var fjölbreyttur og talsvert erfiður. Magnús Guðmundsson frá Akureyri, fyrrverandi Íslandsmeistari í golfi, teiknaði 9 holu völlinn sem var í notkun fram í júní 1972.

Þá var tekinn í notkun nýr 12 holu völlur sem félagsmenn höfðu samþykkt árið 1971 að láta Svíann Nils Skjöld teikna. Ástæðan var sú að mönnum þótti landsvæðið á Hvaleyri ekki nýtast sem skyldi og yrði hægara að fá viðbótarland fyrir 6 holur en 9.

Nýi 12 holu völlurinn var í fyrstu ívið styttri en verið hafði og víða leikið á bráðabirgðaflatir.

Byrjað var að spila Hvaleyrarvöllinn í núverandi mynd árið 1997. Hannes Þorsteinsson teiknaði og hannaði fyrri níu holurnar eða „hraunið“, en fleiri komu að hönnun síðari níu holanna. Fyrri níu holurnar eru í Hvaleyrarhrauni og er spilað í suður frá klúbbhúsinu og svo til baka. Síðari níu holurnar eru á gamla Hvaleyrartúninu þar sem spilað er meðfram strandlengjunni.

Last modified onWednesday, 19 July 2017 11:17

Fróðleikur

 • Hvaða gráður/halli er á kylfunum?

  Eftirfarandi eru hefðbundar gráður á járnasetti.

  Járn nr. Gráður   Járn nr. Gráður  
  4 25    9  41  
  5 28   PW 45  
  6 31   GW 50  
  7 34   SW 55  
  8 37   LW 60  

  Hvað langt á ég að slá með hverri kylfu?

  Þetta fer að sjálfsögðu eftir kylfingnum - þetta eru því viðmiðunartölur.

  Járn nr. Lengd   Járn nr. Lengd  
  4 170m    9  120  
  5 160m   PW 105  
  6 150m   GW 90  
  7 140m   SW 70  
  8 130m   LW 40  

   

  Written on Monday, 19 June 2017 15:33 in Uncategorised Read 700 times

Helstu styrktaraðilar Dalbúa

grafia logorafidnadarsambandisvm logofontana

Joomla! Debug Console

Session

Profile Information

Memory Usage

Database Queries