Fréttir

Meistaramót Dalbúa 15.-16. júlí 2017-FELLUR NIÐUR!

Meistaramót golfklúbbsins Dalbúa 2017 verður haldið helgina 15.-16. júlí. 

Sá keppandi sem stendur uppi með fæst högg í höggleik án forgjafar hlýtur þann eftirsótta titil að vera klúbbmeistari Dalbúa 2017. Keppt verður í karla- og kvennaflokkum.

Jafnframt verða veitt sérstök verðlaun fyrir besta skor í höggleik með fullri forgjöf. Líklega verður þetta til þess að mótið verður jafnara og meira spennandi fyrir marga almenna félagsmenn og gætu margir staðið uppi sem sigurvegarar helgarinnar í þessum flokki. 
- Mótanefnd vonar að með breytingunni skrái fleiri félagsmenn sig til keppni í mótinu og er hugsunin því fleiri því fjörugara. Nú þurfa keppendur ekki að hafa áhyggjur af því að eiga ekki roð í þá bestu, því allir spila miðað við eigin forgjöf og eiga því allir möguleika á að fá verðlaun.

Skráning í mótið fer fram á www.golf.is og í golfskálanum í Miðdal. Skráningu lýkur föstudaginn 14. júlí kl. 16:00. Mótstjórn biður keppendur þó um að reyna eftir fremsta megni að skrá sig á golf.is enda auðveldar það störf mótstjórnar. 

Allir keppendur verða ræstir út á 1. teig frá kl. 10:00 að morgni. Upplýsingar um rástíma og ráshópa fyrri keppnisdags verða birtar á www.golf.is og í golfskálanum í Miðdal frá kl. 19:00 föstudaginn 14. júlí og upplýsingar um rástíma og ráshópa síðari keppnisdags á svipuðum tíma á laugardeginum.

Allir félagsmenn eru hvattir til að láta sjá sig og taka þátt í þessu skemmtilega móti. 

Nánari upplýsingar fást hjá stjórn. dalbui@dalbui.is

Last modified onMonday, 17 July 2017 07:15

Fróðleikur

 • Hvaða gráður/halli er á kylfunum?

  Eftirfarandi eru hefðbundar gráður á járnasetti.

  Járn nr. Gráður   Járn nr. Gráður  
  4 25    9  41  
  5 28   PW 45  
  6 31   GW 50  
  7 34   SW 55  
  8 37   LW 60  

  Hvað langt á ég að slá með hverri kylfu?

  Þetta fer að sjálfsögðu eftir kylfingnum - þetta eru því viðmiðunartölur.

  Járn nr. Lengd   Járn nr. Lengd  
  4 170m    9  120  
  5 160m   PW 105  
  6 150m   GW 90  
  7 140m   SW 70  
  8 130m   LW 40  

   

  Written on Monday, 19 June 2017 15:33 in Uncategorised Read 700 times

Helstu styrktaraðilar Dalbúa

grafia logorafidnadarsambandisvm logofontana

Joomla! Debug Console

Session

Profile Information

Memory Usage

Database Queries