Fréttir

Opna Laugarvatn FONTANA mótið 2017

Þá er komið að einu skemmtilegasta móti sumarsins í samstarfi við einn af aðalstyrktaraðilum Dalbúa, Laugarvatn Fontana. Keppt verður í punktakeppni karla og kvenna með forgjöf. Hámarksleikforgjöf karla verður 24 og hámarksleikforgjöf kvenna 28.

Mótið hefst laugardaginn 1. júlí kl. 10:00 stundvíslega og verður ræst út á öllum brautum og eru keppendur beðnir um að skrá sig á netinu og mæta tímanlega á keppnisdegi.

ATH: Keppendur sem vilja spila saman í holli eru beðnir um að skrá sig saman á rástíma en munið að rástíminn er einungis til skráningar og verða keppendur ræstir út á öllum holum stundvíslega klukkan 10.

Veglegir vinningar verða veittir fyrir fyrstu þrjú sætin bæði í karla- og kvennaflokki í boði Laugarvatn Fontana, auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir lengsta upphafshögg karla og kvenna á 3 braut, næst holu á par 3 brautum, ásamt annara vinninga.

Verðlaun í karla- og kvennaflokkum:

1. verðlaun: Fjölskyldukort í Laugarvatn Fontana, gildir í eitt ár fyrir tvo fullorðna og fjögur börn.

2. verðlaun: Einstaklingskort í Laugarvatn Fontana, gildir í eitt ár.

3. verðlaun: Hjónakort og hlaðborð

Lengsta teighögge karla - hjónakort með hlaðborði 
Lengsta teighögg kvenna - hjónakort með hlaðborði 
Næst holu á 5. og 8. braut - hjónakort með hlaðborði

Dregið úr fjórum skorkortum - hjónakort í verðlaun.

Mótagjald er 3.500 og greiðist í golfskála.

Skráning hafin á golf.is

Last modified onWednesday, 28 June 2017 07:17

Fróðleikur

 • Hvaða gráður/halli er á kylfunum?

  Eftirfarandi eru hefðbundar gráður á járnasetti.

  Járn nr. Gráður   Járn nr. Gráður  
  4 25    9  41  
  5 28   PW 45  
  6 31   GW 50  
  7 34   SW 55  
  8 37   LW 60  

  Hvað langt á ég að slá með hverri kylfu?

  Þetta fer að sjálfsögðu eftir kylfingnum - þetta eru því viðmiðunartölur.

  Járn nr. Lengd   Járn nr. Lengd  
  4 170m    9  120  
  5 160m   PW 105  
  6 150m   GW 90  
  7 140m   SW 70  
  8 130m   LW 40  

   

  Written on Monday, 19 June 2017 15:33 in Uncategorised Read 700 times

Helstu styrktaraðilar Dalbúa

grafia logorafidnadarsambandisvm logofontana

Joomla! Debug Console

Session

Profile Information

Memory Usage

Database Queries