Fréttir

Vinnudagur o.fl.

Völlurinn opinn
Búið er að opna völlin fyrir nokkru og nýir rekstraraðilar hafa verið duglegir að koma sér fyrir. Völlurinn kemur vel undan vetri, búið að slá og gera fínt og hvetjum við alla til að láta sjá sig - sérstaklega eins og veðurspáin er framundan!

Vinnudagur
Fyrsti vinnudagur sumarsins verður laugardaginn 27. maí - mæting kl.10.
Hvetjum alla sem geta að mæta og ekki er verra að taka eitthvað að verkfærum með sér eins og hrífur, skóflur og þess háttar.
Fyrirhugað er að fara gata og sanda flatir, setja niður skilti og snyrta almennt. Eihverjar framkvæmdir eru áætlaðar á laugardaginn 20. og væri gott ef einhverjir gætu mætt þá líka.

Árgjöld og afsláttur í FONTANA
Við hvetjum alla til að greiða árgjöld sem fyrst  til þess að auðvelda okkur starfið. Byrjað verður að senda út pokamerki til þeirra sem greitt hafa strax eftir helgina.
Einnig viljum við minna á heimasíðuna www.dalbui.is og golf.is og góðan afslátt sem félagsmönnum býðst í FONTANA. Þeir sem hafa áhuga á FONTANA tilboðum geta sent inn nafn og kennitölu á dalbui@dalbui.is eða hringt í síma 8562918.

Nánari uplýsingur á heimasíðu.

Vorkveðjur f.h. stjórnar

Páll Ólafsson, formaður.
(dalbui@dalbui.is)

Last modified onFriday, 19 May 2017 09:39

Fróðleikur

 • Hvaða gráður/halli er á kylfunum?

  Eftirfarandi eru hefðbundar gráður á járnasetti.

  Járn nr. Gráður   Járn nr. Gráður  
  4 25    9  41  
  5 28   PW 45  
  6 31   GW 50  
  7 34   SW 55  
  8 37   LW 60  

  Hvað langt á ég að slá með hverri kylfu?

  Þetta fer að sjálfsögðu eftir kylfingnum - þetta eru því viðmiðunartölur.

  Járn nr. Lengd   Járn nr. Lengd  
  4 170m    9  120  
  5 160m   PW 105  
  6 150m   GW 90  
  7 140m   SW 70  
  8 130m   LW 40  

   

  Written on Monday, 19 June 2017 15:33 in Uncategorised Read 700 times

Helstu styrktaraðilar Dalbúa

grafia logorafidnadarsambandisvm logofontana

Joomla! Debug Console

Session

Profile Information

Memory Usage

Database Queries